Leita í fréttum mbl.is

Eru kennarar að eldast?

Áhugaverðar tölur frá Hagstofunni. Kíkjum á nokkrar:

  • Alls höfðu 830 starfsmenn við kennslu haustið 2005, hætt störfum 2006 og er brottfallið 17,1%
  • Kennurum með réttindi fækkar lítillega frá hausti 2005
  • Á Austurlandi fækkar réttindakennurum mest, úr 73,5% í 68,2%
  • Haustið 2006 höfðu 611 réttindakennarar hætt eða tekið sér leyfi frá störfum, 14,6% þeirra réttindakennara sem störfuðu í skólunum haustið 2005
  • Hlutfallslega fleiri kennarar eru nú eldri en 55 ára en voru fyrir 5 árum
  • Hlutfall kennara undir 30 ára lækkað úr 14,2% í 11,1%
  • Á Vestfjörðum hefur orðið mest fjölgun réttindakennara, en þar fjölgaði þeim úr 65,3% í 72,0%

Ef maður leyfir sér ti gamans að túlka þetta beint, þá verður ekki annað séð að þar sem nóga vinnu er að hafa leiti kennarar frekar í önnur störf, sem eru betur launuð. Yngri kennarar staldra stutt við í kennslu og hverfa til annarra starfa. Starfsmannaveltan er mikil.

Margt annað áhugavert er í þessari skýrslu sem vert er að lesa.

 


mbl.is Grunnskólanemendum fækkaði milli ára en kennurum fjölgaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Að sjálfsögðu eru kennarar að eldast, það er eina leiðin til launalegs frama í núverandi launakerfi. Ungur kennari þarf að bíða þar til hann eldist til að fá launahækkun. Starfsaldur og gæði kennslu hafa því miður ekki vægi í launakerfinu. Það er algerlega afleitt.

Tryggvi Már Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 10:31

2 identicon

Kjör kennara eru aftur orðin svo léleg að þau stuðla að því að óhæfir veljist í störfin. Það er því siðferðileg skylda allra góðra kennara að mótmæla þessu með því að segja upp starfi sínu og ráða sig ekki aftur fyrr en mikil launahækkun hefur náðst fram. Í landi eins og Íslandi þar sem atvinna er næg á ekki að nota verkföll til að ná fram betri kjörum heldur hverfa til annarra verka. Geri kennarar þetta ekki eiga þeir á hættu að fá á sig ímynd undirmálsstéttar, fólks sem unir því að fá ekki rétt laun fyrir vinnu sína.

Birnuson (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Loftsson
Ólafur Loftsson
Kennari og formaður Félags grunnskólakennara

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband