Leita í fréttum mbl.is

Eru kennarar ađ eldast?

Áhugaverđar tölur frá Hagstofunni. Kíkjum á nokkrar:

 • Alls höfđu 830 starfsmenn viđ kennslu haustiđ 2005, hćtt störfum 2006 og er brottfalliđ 17,1%
 • Kennurum međ réttindi fćkkar lítillega frá hausti 2005
 • Á Austurlandi fćkkar réttindakennurum mest, úr 73,5% í 68,2%
 • Haustiđ 2006 höfđu 611 réttindakennarar hćtt eđa tekiđ sér leyfi frá störfum, 14,6% ţeirra réttindakennara sem störfuđu í skólunum haustiđ 2005
 • Hlutfallslega fleiri kennarar eru nú eldri en 55 ára en voru fyrir 5 árum
 • Hlutfall kennara undir 30 ára lćkkađ úr 14,2% í 11,1%
 • Á Vestfjörđum hefur orđiđ mest fjölgun réttindakennara, en ţar fjölgađi ţeim úr 65,3% í 72,0%

Ef mađur leyfir sér ti gamans ađ túlka ţetta beint, ţá verđur ekki annađ séđ ađ ţar sem nóga vinnu er ađ hafa leiti kennarar frekar í önnur störf, sem eru betur launuđ. Yngri kennarar staldra stutt viđ í kennslu og hverfa til annarra starfa. Starfsmannaveltan er mikil.

Margt annađ áhugavert er í ţessari skýrslu sem vert er ađ lesa.

 


mbl.is Grunnskólanemendum fćkkađi milli ára en kennurum fjölgađi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Og hvađ svo?

Ég skil vel ađ menn hafi ţungar áhyggjur af stöđunni. Hvert hefur ţađ ekki? Í ályktuninni segir m.a.

Borgarmálaráđ Samfylkingarinnar hefur sent frá sér ályktun ţar sem lýst er yfir ţungum áhyggjum vegna ţeirrar stöđu sem upp sé komin í viđrćđum kennara og launanefndar sveitarfélaganna.

Í ályktuninni segir, ađ stutt sé síđan grunnskólabörn í Reykjavík urđu af kennslu í margar vikur vegna kjaradeilu kennara og ţađ sé afar brýnt ađ málsađilar setji samskipti sín i ađdraganda nćstu samninga í uppbyggilegan farveg sem líkegur er til árangurs.

„Skólahald í Reykjavík á mikiđ undir ţví komiđ ađ foreldrar, kennarar, launanefnd sveitarfélaga og sveitarstjórnarfólk um land allt skođi hug sinn til kennarastarfsins og framtíđarsýnar grunnskóla í Reykjavík. Ţannig megi ná sátt um viđunandi laun kennara og vinnutímafyrirkomulag, og ekki síđur inntak og gćđi náms," segir í ályktuninni.

Og hvađ ćtlar borgarmálaráđ Samfylkingainnar ađ gera meira en hafa áhyggjur og hvetja menn til ađ ná sáttum?


mbl.is Lýsa áhyggjum af launadeilu kennara og sveitarfélaga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

567 bréf!

Fyrir um 10 dögum sendi ég sveitastjórnarmönnum á Íslandi bréf. Fór yfir stöđu mála og gerđi ţeim grein fyrir ţví ađ blessuđ Launanefndin ţeirra hefđi bođiđ kennurum 0,75% hćkkun launa til ađ mćta efnahags- og kjaraţróun frá nóvember 2004 – september 2006.

Benti ţeim á ađ grunnskólakennarar hafa lćgstu laun allra uppeldis- og menntastétta og getur munađ hátt í 50.000 kr. á mánuđi í grunnlaunum. Verđbólga veriđ allt ađ 10% á tímabilinu og launavísitala opinberra starfsmanna var um 10% áriđ 2006.  Allir (nema LN og Halldór) telja ađ viđ ţetta verđi ekki unađ. Ţađ verđur ađ hćkka laun kennara, ţađ á ađ borga ţeim góđ laun. Ţeir eru jú ađ vinna mjög mikilvćg störf.

Kennarar í Fellaskóla stóđu fyrir mótmćlastöđu í miđbćnum, kennarar um allt land senda frá sér ályktanir, skólastjórar segja frá ţví ađ ţađ sé mjög ţungt hljóđiđ í fólki.

EKKERT af ţessu virđist hafa áhrif á sveitastjórnarmenn. Einn (segi og skrifa ţađ, einn) hafđi samband til ađ fá nánari upplýsingar. Kom í ljós ađ hann var kennari. Hvađ eru allir hinir 566 ađ pćla. Ekkert? Er sveitastjórnarmönnum öllum sama?  Kemur ţeim ţetta ekkert viđ?  Ég trúi ţví ekki ađ sveitastjórnarmenn séu sammála ţví sem LN er ađ gera.

Ţađ virđist engu máli skipta hvar í flokki menn standa. Vinstri grćnir, Samfylking, Sjálfstćđisflokkur, Frjálslyndir og Framsóknarflokkur. Enginn virđist hafa bein í nefinu til ađ bjóđa Launanefndinni byrginn, stíga fram og reyna ađ höggva á hnútinn.


Svart er hvítt og hvítt er svart

Í MBL í dag tjáir Halldór Halldórsson sig um ađ ,,sveitarfélögin hafi lagt fram tillögur um framtíđarsýn í málefnum grunnskólans, en kennarar vilji ekki rćđa ţćr fyrr en búiđ er ađ leysa ágreining um endurskođun gildandi kjarasamninga"

Ekki veit ég hverjum Halldór eđa fulltrúar hans sýndu ţessar tillögur, en ég hef ekki séđ ţćr. Sveitarfélögin hafa ekki lagt fram neinar tillögur í ţessum efnum.  Ţetta er einfaldlega rangt.

Ađilar hafa skiptst á hugmyndum um ţađ hvernig viđrćđum um sameiginlega sýn á skólamálum geti veriđ háttađ - hvernig viđrćđum um sýnina geti veriđ háttađ!

Halldór veit líka ađ ţađ var ađ frumkvćđi okkar (Félagi grunnskólakennara ,FG ) sem sveitarfélögin fóru ađ tala um innihald skólastarfsins. Halldór var í heimsókn hjá mér á Kennarasambandinu daginn áđur en hann lýsti ţví yfir ađ sátt yrđi ađ nást viđ kennara! Hann skuldar kennurum enn skýringu á ţví hvađ hann átti viđ. Í hverju er ţessi sáttaleiđ fólgin?  Er hún fólgin í ţeim yfirlýsingum sem frá honum og fulltrúum hans í LN hafa komiđ ađ undanförnu, um 0,75% hćkkun grunnlauna?

Ţetta var skrifađ í fréttabréf FG 18.12.2006

Yfirlýsingar ýmissa sveitarstjórnamanna síđustu daga hafa vakiđ athygli.
Eftir Halldóri Halldórssyni var haft í fréttum RÚV 16.11.2006, ađ hann vilji breyta samskiptum sveitarfélaganna og grunnskólakennara. Hann vill ađskilja launaviđrćđur frá viđrćđum um gćđi og innihald skólastarfs,taka upp nánara samstarf viđ skólana og eyđa um leiđ ţeim sárindum sem urđu viđ gerđ síđustu kjarasamninga kennara.

Haft var eftir formanni FG, Ólafi Loftssyni, ađ hann fagnađi ţessari yfirlýsingu Halldórs og hefur hann bent á ađ ţetta sé skref í rétta átt. Ólafur minnir jafnframt á, ađ nú í desember er liđiđ eitt ár frá ţví ađ FG setti fram ósk um viđrćđur vegna greinar 16.1. Ţeim viđrćđum verđi ađilar ađ ljúka til ađ geta sest niđur og horft til framtíđar. Ţolinmćđi félagsmanna FG er á ţrotum. Ţeim viđrćđum verđur ađ ljúka á nćstu vikum.

Forysta FG hefur rćtt viđ fjölmarga sveitastjórnarmenn á síđustu mánuđum og lýst áhyggjum sínum af grandvaraleysi sveitarfélaganna vegna samskipta viđ grunnskólakennara. Ţađ er einlćg von FG ađ međ nýjum ađilum og breyttum áherslum sveitarfélaganna, verđi ţar breyting á. Ţađ stendur ekki á forystu FG ađ hefja ítarlegar og heiđarlegar umrćđur um málefni grunnskólakennara ađ loknum viđrćđum um 16.1.


Höfundur

Ólafur Loftsson
Ólafur Loftsson
Kennari og formaður Félags grunnskólakennara

Eldri fćrslur

Bloggvinir

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.1.): 0
 • Sl. sólarhring:
 • Sl. viku:
 • Frá upphafi: 0

Annađ

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku:
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband