Leita í fréttum mbl.is

Svart er hvítt og hvítt er svart

Í MBL í dag tjáir Halldór Halldórsson sig um að ,,sveitarfélögin hafi lagt fram tillögur um framtíðarsýn í málefnum grunnskólans, en kennarar vilji ekki ræða þær fyrr en búið er að leysa ágreining um endurskoðun gildandi kjarasamninga"

Ekki veit ég hverjum Halldór eða fulltrúar hans sýndu þessar tillögur, en ég hef ekki séð þær. Sveitarfélögin hafa ekki lagt fram neinar tillögur í þessum efnum.  Þetta er einfaldlega rangt.

Aðilar hafa skiptst á hugmyndum um það hvernig viðræðum um sameiginlega sýn á skólamálum geti verið háttað - hvernig viðræðum um sýnina geti verið háttað!

Halldór veit líka að það var að frumkvæði okkar (Félagi grunnskólakennara ,FG ) sem sveitarfélögin fóru að tala um innihald skólastarfsins. Halldór var í heimsókn hjá mér á Kennarasambandinu daginn áður en hann lýsti því yfir að sátt yrði að nást við kennara! Hann skuldar kennurum enn skýringu á því hvað hann átti við. Í hverju er þessi sáttaleið fólgin?  Er hún fólgin í þeim yfirlýsingum sem frá honum og fulltrúum hans í LN hafa komið að undanförnu, um 0,75% hækkun grunnlauna?

Þetta var skrifað í fréttabréf FG 18.12.2006

Yfirlýsingar ýmissa sveitarstjórnamanna síðustu daga hafa vakið athygli.
Eftir Halldóri Halldórssyni var haft í fréttum RÚV 16.11.2006, að hann vilji breyta samskiptum sveitarfélaganna og grunnskólakennara. Hann vill aðskilja launaviðræður frá viðræðum um gæði og innihald skólastarfs,taka upp nánara samstarf við skólana og eyða um leið þeim sárindum sem urðu við gerð síðustu kjarasamninga kennara.

Haft var eftir formanni FG, Ólafi Loftssyni, að hann fagnaði þessari yfirlýsingu Halldórs og hefur hann bent á að þetta sé skref í rétta átt. Ólafur minnir jafnframt á, að nú í desember er liðið eitt ár frá því að FG setti fram ósk um viðræður vegna greinar 16.1. Þeim viðræðum verði aðilar að ljúka til að geta sest niður og horft til framtíðar. Þolinmæði félagsmanna FG er á þrotum. Þeim viðræðum verður að ljúka á næstu vikum.

Forysta FG hefur rætt við fjölmarga sveitastjórnarmenn á síðustu mánuðum og lýst áhyggjum sínum af grandvaraleysi sveitarfélaganna vegna samskipta við grunnskólakennara. Það er einlæg von FG að með nýjum aðilum og breyttum áherslum sveitarfélaganna, verði þar breyting á. Það stendur ekki á forystu FG að hefja ítarlegar og heiðarlegar umræður um málefni grunnskólakennara að loknum viðræðum um 16.1.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halldóri finnst það undarlegt að kennarar vilji ekki ræða framtíðarsýn í skólamálum á sama tíma og hann og hans félagar neita að standa við gildandi kjarasamning. Grunnskólakennarar, einir stétta, hafa ekki fengið neinar kjarabætur vegna verðbólgu þrátt fyrir ákvæði í kjarasamningi. Hvaða skilaboð er Halldór að senda kennurum með því?

Sigurður Haukur

Sigurður Haukur (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Loftsson
Ólafur Loftsson
Kennari og formaður Félags grunnskólakennara

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband