Færsluflokkur: Bloggar
22.2.2007 | 10:07
Eru kennarar að eldast?
Áhugaverðar tölur frá Hagstofunni. Kíkjum á nokkrar:
- Alls höfðu 830 starfsmenn við kennslu haustið 2005, hætt störfum 2006 og er brottfallið 17,1%
- Kennurum með réttindi fækkar lítillega frá hausti 2005
- Á Austurlandi fækkar réttindakennurum mest, úr 73,5% í 68,2%
- Haustið 2006 höfðu 611 réttindakennarar hætt eða tekið sér leyfi frá störfum, 14,6% þeirra réttindakennara sem störfuðu í skólunum haustið 2005
- Hlutfallslega fleiri kennarar eru nú eldri en 55 ára en voru fyrir 5 árum
- Hlutfall kennara undir 30 ára lækkað úr 14,2% í 11,1%
- Á Vestfjörðum hefur orðið mest fjölgun réttindakennara, en þar fjölgaði þeim úr 65,3% í 72,0%
Ef maður leyfir sér ti gamans að túlka þetta beint, þá verður ekki annað séð að þar sem nóga vinnu er að hafa leiti kennarar frekar í önnur störf, sem eru betur launuð. Yngri kennarar staldra stutt við í kennslu og hverfa til annarra starfa. Starfsmannaveltan er mikil.
Margt annað áhugavert er í þessari skýrslu sem vert er að lesa.
Grunnskólanemendum fækkaði milli ára en kennurum fjölgaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.2.2007 | 12:52
Og hvað svo?
Ég skil vel að menn hafi þungar áhyggjur af stöðunni. Hvert hefur það ekki? Í ályktuninni segir m.a.
Borgarmálaráð Samfylkingarinnar hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem upp sé komin í viðræðum kennara og launanefndar sveitarfélaganna.
Í ályktuninni segir, að stutt sé síðan grunnskólabörn í Reykjavík urðu af kennslu í margar vikur vegna kjaradeilu kennara og það sé afar brýnt að málsaðilar setji samskipti sín i aðdraganda næstu samninga í uppbyggilegan farveg sem líkegur er til árangurs.
Skólahald í Reykjavík á mikið undir því komið að foreldrar, kennarar, launanefnd sveitarfélaga og sveitarstjórnarfólk um land allt skoði hug sinn til kennarastarfsins og framtíðarsýnar grunnskóla í Reykjavík. Þannig megi ná sátt um viðunandi laun kennara og vinnutímafyrirkomulag, og ekki síður inntak og gæði náms," segir í ályktuninni.
Og hvað ætlar borgarmálaráð Samfylkingainnar að gera meira en hafa áhyggjur og hvetja menn til að ná sáttum?
Lýsa áhyggjum af launadeilu kennara og sveitarfélaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2007 | 11:08
567 bréf!
Fyrir um 10 dögum sendi ég sveitastjórnarmönnum á Íslandi bréf. Fór yfir stöðu mála og gerði þeim grein fyrir því að blessuð Launanefndin þeirra hefði boðið kennurum 0,75% hækkun launa til að mæta efnahags- og kjaraþróun frá nóvember 2004 september 2006.
Benti þeim á að grunnskólakennarar hafa lægstu laun allra uppeldis- og menntastétta og getur munað hátt í 50.000 kr. á mánuði í grunnlaunum. Verðbólga verið allt að 10% á tímabilinu og launavísitala opinberra starfsmanna var um 10% árið 2006. Allir (nema LN og Halldór) telja að við þetta verði ekki unað. Það verður að hækka laun kennara, það á að borga þeim góð laun. Þeir eru jú að vinna mjög mikilvæg störf.
Kennarar í Fellaskóla stóðu fyrir mótmælastöðu í miðbænum, kennarar um allt land senda frá sér ályktanir, skólastjórar segja frá því að það sé mjög þungt hljóðið í fólki.
EKKERT af þessu virðist hafa áhrif á sveitastjórnarmenn. Einn (segi og skrifa það, einn) hafði samband til að fá nánari upplýsingar. Kom í ljós að hann var kennari. Hvað eru allir hinir 566 að pæla. Ekkert? Er sveitastjórnarmönnum öllum sama? Kemur þeim þetta ekkert við? Ég trúi því ekki að sveitastjórnarmenn séu sammála því sem LN er að gera.
Það virðist engu máli skipta hvar í flokki menn standa. Vinstri grænir, Samfylking, Sjálfstæðisflokkur, Frjálslyndir og Framsóknarflokkur. Enginn virðist hafa bein í nefinu til að bjóða Launanefndinni byrginn, stíga fram og reyna að höggva á hnútinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2007 | 11:34
Svart er hvítt og hvítt er svart
Í MBL í dag tjáir Halldór Halldórsson sig um að ,,sveitarfélögin hafi lagt fram tillögur um framtíðarsýn í málefnum grunnskólans, en kennarar vilji ekki ræða þær fyrr en búið er að leysa ágreining um endurskoðun gildandi kjarasamninga"
Ekki veit ég hverjum Halldór eða fulltrúar hans sýndu þessar tillögur, en ég hef ekki séð þær. Sveitarfélögin hafa ekki lagt fram neinar tillögur í þessum efnum. Þetta er einfaldlega rangt.
Aðilar hafa skiptst á hugmyndum um það hvernig viðræðum um sameiginlega sýn á skólamálum geti verið háttað - hvernig viðræðum um sýnina geti verið háttað!
Halldór veit líka að það var að frumkvæði okkar (Félagi grunnskólakennara ,FG ) sem sveitarfélögin fóru að tala um innihald skólastarfsins. Halldór var í heimsókn hjá mér á Kennarasambandinu daginn áður en hann lýsti því yfir að sátt yrði að nást við kennara! Hann skuldar kennurum enn skýringu á því hvað hann átti við. Í hverju er þessi sáttaleið fólgin? Er hún fólgin í þeim yfirlýsingum sem frá honum og fulltrúum hans í LN hafa komið að undanförnu, um 0,75% hækkun grunnlauna?
Þetta var skrifað í fréttabréf FG 18.12.2006
Yfirlýsingar ýmissa sveitarstjórnamanna síðustu daga hafa vakið athygli.
Eftir Halldóri Halldórssyni var haft í fréttum RÚV 16.11.2006, að hann vilji breyta samskiptum sveitarfélaganna og grunnskólakennara. Hann vill aðskilja launaviðræður frá viðræðum um gæði og innihald skólastarfs,taka upp nánara samstarf við skólana og eyða um leið þeim sárindum sem urðu við gerð síðustu kjarasamninga kennara.Haft var eftir formanni FG, Ólafi Loftssyni, að hann fagnaði þessari yfirlýsingu Halldórs og hefur hann bent á að þetta sé skref í rétta átt. Ólafur minnir jafnframt á, að nú í desember er liðið eitt ár frá því að FG setti fram ósk um viðræður vegna greinar 16.1. Þeim viðræðum verði aðilar að ljúka til að geta sest niður og horft til framtíðar. Þolinmæði félagsmanna FG er á þrotum. Þeim viðræðum verður að ljúka á næstu vikum.
Forysta FG hefur rætt við fjölmarga sveitastjórnarmenn á síðustu mánuðum og lýst áhyggjum sínum af grandvaraleysi sveitarfélaganna vegna samskipta við grunnskólakennara. Það er einlæg von FG að með nýjum aðilum og breyttum áherslum sveitarfélaganna, verði þar breyting á. Það stendur ekki á forystu FG að hefja ítarlegar og heiðarlegar umræður um málefni grunnskólakennara að loknum viðræðum um 16.1.
Bloggar | Breytt 19.2.2007 kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar