19.2.2007 | 11:08
567 bréf!
Fyrir um 10 dögum sendi ég sveitastjórnarmönnum á Íslandi bréf. Fór yfir stöðu mála og gerði þeim grein fyrir því að blessuð Launanefndin þeirra hefði boðið kennurum 0,75% hækkun launa til að mæta efnahags- og kjaraþróun frá nóvember 2004 september 2006.
Benti þeim á að grunnskólakennarar hafa lægstu laun allra uppeldis- og menntastétta og getur munað hátt í 50.000 kr. á mánuði í grunnlaunum. Verðbólga verið allt að 10% á tímabilinu og launavísitala opinberra starfsmanna var um 10% árið 2006. Allir (nema LN og Halldór) telja að við þetta verði ekki unað. Það verður að hækka laun kennara, það á að borga þeim góð laun. Þeir eru jú að vinna mjög mikilvæg störf.
Kennarar í Fellaskóla stóðu fyrir mótmælastöðu í miðbænum, kennarar um allt land senda frá sér ályktanir, skólastjórar segja frá því að það sé mjög þungt hljóðið í fólki.
EKKERT af þessu virðist hafa áhrif á sveitastjórnarmenn. Einn (segi og skrifa það, einn) hafði samband til að fá nánari upplýsingar. Kom í ljós að hann var kennari. Hvað eru allir hinir 566 að pæla. Ekkert? Er sveitastjórnarmönnum öllum sama? Kemur þeim þetta ekkert við? Ég trúi því ekki að sveitastjórnarmenn séu sammála því sem LN er að gera.
Það virðist engu máli skipta hvar í flokki menn standa. Vinstri grænir, Samfylking, Sjálfstæðisflokkur, Frjálslyndir og Framsóknarflokkur. Enginn virðist hafa bein í nefinu til að bjóða Launanefndinni byrginn, stíga fram og reyna að höggva á hnútinn.
Eldri færslur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ótrúlegt áhugaleysi hjá þessum kjörnu fulltrúum okkar. Og þeim til háborinnar skammar!
Jón Pétur Zimsen, 19.2.2007 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.